„Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 16:02 Köfnunarhætta getur aukist ef átt er við dýnur í barnarúmum að sögn Neytendastofu. Getty/picture alliance Foreldrar ungbarna ættu að forðast það að eiga við dýnur í barnarúmum. Aðeins ætti að nota dýnuna sem framleidd er fyrir rúmið og það á „alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn eða setja nýja dýnu í rúmið,“ að sögn Neytendstofu. Það getur aukið köfnunarhættu til muna. Þessi viðvörunarorð má finna í úttekt stofnunarinnar á barnarúmum, sem Neytendastofa blés til á dögunum. Úttektin bar með sér að um 87 prósent barnarimla- og ferðarúma sem tekin voru til skoðunar stóðust ekki lágmarkskröfur um öryggi. Þannig reyndist þriðjungur rúmana með of stór bil eða op sem talin voru skaðleg börnum. Þar að auki vantaði „mikilvægar merkingar eða upplýsingar“ á 74 prósent rúmanna að sögn Neytendastofu. Oftast var um að ræða merkingar um að ekki ætti að bæta við eða breyta dýnum í ferðarúmum vegna köfnunarhættu: „Þar sem dýnur á ferðarúmum eru oft þunnar þá kaupa forráðamenn oft auka dýnu í rúmið. Venjulega er þykktin á dýnu í ferðarúmi um 10 mm til 20 mm. Við skoðun á rúmunum kom í ljós að í einhverjum tilvikum höfðu framleiðendur sett merkingar með rúmunum þar sem þeir hvöttu til að bæta við auka dýnu,“ segir í útskýringu Neytendastofu. Það sé hins vegar varhugavert því að önnur dýna eykur köfnunarhættu, ekki síst í ferðarúmum. Hliðar þeirra séu oftast mjúkar, teygjan- og hreyfanlegar og því geta börn auðveldlega oltið milli dýnu og hliðar. „Til að koma í veg fyrir það eiga að vera viðvaranir á rúminu um að aðeins eigi að nota dýnuna sem framleidd var fyrir rúmið og fylgir því. Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn eða setja nýja dýnu í rúmið vegna köfnunarhættu,“ segir Neytendastofa í úttekt sinni sem nálgast má í heild sinni hér. Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Foreldrar ungbarna ættu að forðast það að eiga við dýnur í barnarúmum. Aðeins ætti að nota dýnuna sem framleidd er fyrir rúmið og það á „alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn eða setja nýja dýnu í rúmið,“ að sögn Neytendstofu. Það getur aukið köfnunarhættu til muna. Þessi viðvörunarorð má finna í úttekt stofnunarinnar á barnarúmum, sem Neytendastofa blés til á dögunum. Úttektin bar með sér að um 87 prósent barnarimla- og ferðarúma sem tekin voru til skoðunar stóðust ekki lágmarkskröfur um öryggi. Þannig reyndist þriðjungur rúmana með of stór bil eða op sem talin voru skaðleg börnum. Þar að auki vantaði „mikilvægar merkingar eða upplýsingar“ á 74 prósent rúmanna að sögn Neytendastofu. Oftast var um að ræða merkingar um að ekki ætti að bæta við eða breyta dýnum í ferðarúmum vegna köfnunarhættu: „Þar sem dýnur á ferðarúmum eru oft þunnar þá kaupa forráðamenn oft auka dýnu í rúmið. Venjulega er þykktin á dýnu í ferðarúmi um 10 mm til 20 mm. Við skoðun á rúmunum kom í ljós að í einhverjum tilvikum höfðu framleiðendur sett merkingar með rúmunum þar sem þeir hvöttu til að bæta við auka dýnu,“ segir í útskýringu Neytendastofu. Það sé hins vegar varhugavert því að önnur dýna eykur köfnunarhættu, ekki síst í ferðarúmum. Hliðar þeirra séu oftast mjúkar, teygjan- og hreyfanlegar og því geta börn auðveldlega oltið milli dýnu og hliðar. „Til að koma í veg fyrir það eiga að vera viðvaranir á rúminu um að aðeins eigi að nota dýnuna sem framleidd var fyrir rúmið og fylgir því. Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn eða setja nýja dýnu í rúmið vegna köfnunarhættu,“ segir Neytendastofa í úttekt sinni sem nálgast má í heild sinni hér.
Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent