Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:25 Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. vísir/einar Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40