Gæti Ísland orðið að paradís fyrir fjarvinnufólk? Sarah Pike skrifar 14. ágúst 2020 13:30 Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar