Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 11:08 Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Lögregla í Manchester Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017. Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.
Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent