Guðbjörg í hjartnæmu viðtali: „Erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 19:15 Guðbjörg hefur leikið yfir 60 landsleiki fyrir Ísland. vísir/vilhelm Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum. Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum.
Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45