Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 16:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði tilvist samkomulagsins í dag. Við hlið hans standa David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira