Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. ágúst 2020 06:46 Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Litháen í morgun en víðtæk mótmæli standa enn yfir í heimalandi hennar vegna forsetakosninganna sem fram fóru um helgina þar sem sitjandi forseti Alexander Lúkasjenkó fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Tikhanovskaya sakar Lúkasjenkó um kosningasvik og neitar að virða niðurstöðuna. Lögregla beitti gúmmíkúlum gegn mótmælendum í nótt og að minnsta kosti einn mótmælandi lést þegar einhverskonar sprenging varð í grennd við hann. Lögreglan segir hann hafa haldið á heimatilbúinni sprengju. Svetlana #Tikhanovskaya is safe. She is in #Lithuania. pic.twitter.com/6f9U2meoX0— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 11, 2020 Lúkasjenkó sakar stjórnarandstöðuna um að vera leppa utankomandi afla og hefur heitið því að berja alla andstöðu niður, en hann hefur verið nær einráður í landinu í aldarfjórðung. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. 10. ágúst 2020 06:56 Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Litháen í morgun en víðtæk mótmæli standa enn yfir í heimalandi hennar vegna forsetakosninganna sem fram fóru um helgina þar sem sitjandi forseti Alexander Lúkasjenkó fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Tikhanovskaya sakar Lúkasjenkó um kosningasvik og neitar að virða niðurstöðuna. Lögregla beitti gúmmíkúlum gegn mótmælendum í nótt og að minnsta kosti einn mótmælandi lést þegar einhverskonar sprenging varð í grennd við hann. Lögreglan segir hann hafa haldið á heimatilbúinni sprengju. Svetlana #Tikhanovskaya is safe. She is in #Lithuania. pic.twitter.com/6f9U2meoX0— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 11, 2020 Lúkasjenkó sakar stjórnarandstöðuna um að vera leppa utankomandi afla og hefur heitið því að berja alla andstöðu niður, en hann hefur verið nær einráður í landinu í aldarfjórðung. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. 10. ágúst 2020 06:56 Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40
Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. 10. ágúst 2020 06:56
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27