Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 14:13 Stærðarinnar gígur myndaðist í höfninni í Beirút. Uppi til hægri má sjá farþegaflutningaskipið Orient Queen á hliðinni. Airbus Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00