Wayne Rooney gagnrýnir Sir Alex Ferguson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 20:00 Rooney í úrslitaleiknum 2011 sem fram fór á Wembley í Englandi. Vísir/Getty Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira