Hafna því alfarið að hafa rúmlega tvöfaldað grímuverð á 23 mínútum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 14:38 Kvittanirnar fyrir grímukaupunum sjást hér. Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43