Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:06 FILE - In this July 10, 2020, file photo healthcare workers test patients in their cars at a drive-thru coronavirus testing site in Las Vegas. (AP Photo/John Locher, File) AP/John Locher Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar.
Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40