Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 11:11 Strandgestir njóta lífsins við Palma á Mallorca, einni Baleareyja. Spænsk stjórnvöld vilja undanþágu fyrir Balear- og Kanaríeyjar frá breskri sóttkví og benda á að tíðni smita þar sé lægri en á Bretlandi. AP/Joan Mateu Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira