Flugvélarnar orðnar þrefalt fleiri en 15. júní Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2020 18:45 Flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur verið tæpur fimmtungur af því sem hún var á sama tíma í fyrra, frá því rýmkað var fyrir komu ferðamanna um miðjan júní. Daglegar komur eru þó orðnar næstum þrefalt fleiri en þær voru við upphaf tímabilsins. Flugumferð til og frá Ísland hefur vart verið svipur hjá sjón þetta sumarið samanborið við sumarið í fyrra, enda millilandaflug í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Þrettán flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll yfir sumarmánuðina en þau voru næstum 30 í fyrra og er WOW air ekki inni í þeirra tölu, enda lagði það upp laupana í lok mars 2019. Segja má að sumarvertíðin hafi hafist af alvöru 15. júní en þá gat fólk beðið um skimun á landamærunum í stað þess að fara í sóttkví. Þann daginn komu 8 flugvélar til landsins, samanborið við 84 sama dag í fyrra. Þeim hefur þó farið fjölgandi hægt og bítandi allar götur síðan. Á bilinu 7 til 12 vélar lentu á Keflavíkurflugvelli á hverjum degi það sem eftir lifði júnímánaðar en um síðastliðin mánaðamót tók þeim að fjölga nokkuð ört. Fjöldi farþegavéla sem lent hefur í Keflavík frá 15. júní í ár.isavia Frá og með 1. júlí til dagsins í dag hafa að jafnaði 17 vélar lent í Keflavík á degi hverjum, til að mynda voru þær 22 í dag, sem kemst þó ekki í hálfkvisti við þá 81 vél sem kom til Keflavíkur að meðaltali þessa sömu daga í fyrra. Samanlagt hafa komið 570 flugvélar til landsins frá 15. júní, sem er tæpur fimmtungur þeirra 3200 véla sem lentu í Keflavík á sama tímabili 2019. Þó má vænta þessa að flugumferðin glæðist eitthvað á næstu vikum enda gætir nýjustu undanþága frá landamæraskimun vart í þessum tölum. Frá 16. júlí hafa íbúar sex ríkja ekki þurft að fara í skimun við komuna til landsins, sem ætla má að muni greiða fyrir komu ferðamanna þaðan. Alls hafa næstum 52 þúsund sýni verið tekin við landamærin frá upphafi sumarvertíðarinnar og þar af voru 20 farþegar með virk smit. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur verið tæpur fimmtungur af því sem hún var á sama tíma í fyrra, frá því rýmkað var fyrir komu ferðamanna um miðjan júní. Daglegar komur eru þó orðnar næstum þrefalt fleiri en þær voru við upphaf tímabilsins. Flugumferð til og frá Ísland hefur vart verið svipur hjá sjón þetta sumarið samanborið við sumarið í fyrra, enda millilandaflug í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Þrettán flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll yfir sumarmánuðina en þau voru næstum 30 í fyrra og er WOW air ekki inni í þeirra tölu, enda lagði það upp laupana í lok mars 2019. Segja má að sumarvertíðin hafi hafist af alvöru 15. júní en þá gat fólk beðið um skimun á landamærunum í stað þess að fara í sóttkví. Þann daginn komu 8 flugvélar til landsins, samanborið við 84 sama dag í fyrra. Þeim hefur þó farið fjölgandi hægt og bítandi allar götur síðan. Á bilinu 7 til 12 vélar lentu á Keflavíkurflugvelli á hverjum degi það sem eftir lifði júnímánaðar en um síðastliðin mánaðamót tók þeim að fjölga nokkuð ört. Fjöldi farþegavéla sem lent hefur í Keflavík frá 15. júní í ár.isavia Frá og með 1. júlí til dagsins í dag hafa að jafnaði 17 vélar lent í Keflavík á degi hverjum, til að mynda voru þær 22 í dag, sem kemst þó ekki í hálfkvisti við þá 81 vél sem kom til Keflavíkur að meðaltali þessa sömu daga í fyrra. Samanlagt hafa komið 570 flugvélar til landsins frá 15. júní, sem er tæpur fimmtungur þeirra 3200 véla sem lentu í Keflavík á sama tímabili 2019. Þó má vænta þessa að flugumferðin glæðist eitthvað á næstu vikum enda gætir nýjustu undanþága frá landamæraskimun vart í þessum tölum. Frá 16. júlí hafa íbúar sex ríkja ekki þurft að fara í skimun við komuna til landsins, sem ætla má að muni greiða fyrir komu ferðamanna þaðan. Alls hafa næstum 52 þúsund sýni verið tekin við landamærin frá upphafi sumarvertíðarinnar og þar af voru 20 farþegar með virk smit.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira