Björguðu einmana lunda á miðjum Langjökli Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 13:14 Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann. Aðsend Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu. Dýr Borgarbyggð Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu.
Dýr Borgarbyggð Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira