Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 23:38 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Jabin Botsford Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent