Samkomulag um björgunarpakkann í höfn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 06:00 Eftir um 90 klukkustund maraþonfundahöld náðu leiðtogar Evro´pusambandsins saman í nótt. THIERRY MONASSE/GETTY Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020
Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01
Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58