Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:56 Hopewell Chino'ono ræðir við fjölmiðla árið 2018. Hann streymdi beint frá því lögreglumenn komu til að handtaka hann á samfélagsmiðlum. AP/Tsvangirayi Mukwazhi Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira