Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 06:27 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran. Vísir/AP Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra. Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra.
Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54