Maxwell krefst lausnar gegn gjaldi og vísar ásökunum á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 18:43 Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug. AP Photo/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37
Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01