Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 16:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“ Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“
Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23