Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 19:20 Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason. Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason.
Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira