Markvörðurinn magnaði sá leikjahæsti frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 16:15 Buffon í leiknum gegn Torínó. Nicolò Campo/Getty Images Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt
Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira