Markvörðurinn magnaði sá leikjahæsti frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 16:15 Buffon í leiknum gegn Torínó. Nicolò Campo/Getty Images Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt
Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira