Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2020 21:28 Ægisif er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. H'un var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Eftir að Tyrkjaveldi lagði Miklagarð undir sig á 15. öld var kirkjunni breytt í mosku. Hún hefur verið safn frá því á 4. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands liggur nú undir feldi vegna kröfu um að þessu helsta kennileiti Istanbúl verði breytt í mosku. Ægisif er einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og hefur verið höfuðvígi bæði rétttrúnaðarmanna og Tyrkjaveldis í gegnum aldirnar. Niðurstöðu er að vænta síðar í þessum mánuði. Metropolitan Hilarion, formaður samskiptasvið rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu varar við því að „snúið verði aftur til miðalda“ með því að breyta Ægisif í mosku. Kirkjan átti sig ekki á hvaða hvati liggi að baki og telji að innanlandspólitík ráði ferðinni. „Við teljum að við núverandi aðstæður sé þessi aðgerð óásættanlegt brot á trúfrelsi,“ segir Hilarion, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áður hefur rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi og Tyrkland mótmælt hugmyndinni. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tekið í sama streng en Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur fráboðið sér það sem hann telur erlend afskipti af fullveldi Tyrklands. Trúmál Tyrkland Rússland Tengdar fréttir Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands liggur nú undir feldi vegna kröfu um að þessu helsta kennileiti Istanbúl verði breytt í mosku. Ægisif er einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og hefur verið höfuðvígi bæði rétttrúnaðarmanna og Tyrkjaveldis í gegnum aldirnar. Niðurstöðu er að vænta síðar í þessum mánuði. Metropolitan Hilarion, formaður samskiptasvið rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu varar við því að „snúið verði aftur til miðalda“ með því að breyta Ægisif í mosku. Kirkjan átti sig ekki á hvaða hvati liggi að baki og telji að innanlandspólitík ráði ferðinni. „Við teljum að við núverandi aðstæður sé þessi aðgerð óásættanlegt brot á trúfrelsi,“ segir Hilarion, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áður hefur rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi og Tyrkland mótmælt hugmyndinni. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tekið í sama streng en Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur fráboðið sér það sem hann telur erlend afskipti af fullveldi Tyrklands.
Trúmál Tyrkland Rússland Tengdar fréttir Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22