Óttast að missa vinnuna leiti þau réttar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 12:12 Ferðamenn á Þingvöllum en út er komin skýrsla um stöðu útlenskra starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent