Íslenskur spurningaleikur í fyrsta sæti App Store í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:37 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórssin og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira