Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 18:30 Borgarbúar hafa skilið blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. Vísir/Einar Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns. Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns.
Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08
Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00