Ánægjulegt að framhalds- og háskólum sé tryggt nægt fjármagn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 22:07 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51
Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51
„Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18