Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira