Náði myndbandi af harkalegum bardaga tveggja karra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 13:16 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot Hlynur Vigfús Björnsson, íbúi á Bíldudal varð vitni að ansi ójöfnum leik í gærmorgun þegar karri, karlkyns rjúpa, gekk hreinlega frá öðrum karra í garðinum hjá Hlyni. Hlynur birti myndband af lokametrum bardagans í Facebook-hópnum Skotveiðispjallið en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi gekk sigurvegarinn ansi hart fram í bardaganum, raunar svo hart fram að hann gekk að hinum dauðum. „Ég hef aldrei upplifað svona sjón áður,“ segir Hlynur í samtali við Vísi en hann vaknaði við sérkennileg hljóð fyrir utan svefnherbergisgluggann í gærmorgun. Voru það karrarnir tveir í hatrömum bardaga. „Þá voru þeir búnir að vera í bardaga áður en ég kíkti út. Þá teygði ég mig nú í símann en ég hélt að þetta væri nú ekki að ganga svona langt. Svo lá hann bara eftir,“ segir Hlynur. Líkt og sjá má á myndbandinu er fiður úti um allt í garðinum við upphaf myndbandsins, og því má reikna að bardaginn hafi staðið yfir í dágóða stund áður en Hlynur varð var við bardagann. „Þetta var eins og vígvöllur,“ segir Hlynur. Sem fyrr segir segist hann aldrei hafa séð viðlíka hegðun áður hjá rjúpu, þrátt fyrir að hafa stundað rjúpuveiðar í aldarfjórðung. Telur Hlynur líklegt að bardaginn hafi snúist um að annar þeirra hafi verið að verja óðalið sitt í grennd við heimili hans. Dýr Vesturbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Hlynur Vigfús Björnsson, íbúi á Bíldudal varð vitni að ansi ójöfnum leik í gærmorgun þegar karri, karlkyns rjúpa, gekk hreinlega frá öðrum karra í garðinum hjá Hlyni. Hlynur birti myndband af lokametrum bardagans í Facebook-hópnum Skotveiðispjallið en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi gekk sigurvegarinn ansi hart fram í bardaganum, raunar svo hart fram að hann gekk að hinum dauðum. „Ég hef aldrei upplifað svona sjón áður,“ segir Hlynur í samtali við Vísi en hann vaknaði við sérkennileg hljóð fyrir utan svefnherbergisgluggann í gærmorgun. Voru það karrarnir tveir í hatrömum bardaga. „Þá voru þeir búnir að vera í bardaga áður en ég kíkti út. Þá teygði ég mig nú í símann en ég hélt að þetta væri nú ekki að ganga svona langt. Svo lá hann bara eftir,“ segir Hlynur. Líkt og sjá má á myndbandinu er fiður úti um allt í garðinum við upphaf myndbandsins, og því má reikna að bardaginn hafi staðið yfir í dágóða stund áður en Hlynur varð var við bardagann. „Þetta var eins og vígvöllur,“ segir Hlynur. Sem fyrr segir segist hann aldrei hafa séð viðlíka hegðun áður hjá rjúpu, þrátt fyrir að hafa stundað rjúpuveiðar í aldarfjórðung. Telur Hlynur líklegt að bardaginn hafi snúist um að annar þeirra hafi verið að verja óðalið sitt í grennd við heimili hans.
Dýr Vesturbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira