Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 23:02 Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Air Iceland Connect lét gera og áformað er að Isavia taki yfir. Mynd/Kurtogpí. Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45