Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 17:57 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira