Formaður Fjölmiðlanefndar hefur fengið rúmar 15 milljónir frá ráðuneyti Lilju Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 23:20 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var talin hafa brotið jafnréttislög þegar hún skipaði flokksbróður sinn ráðuneytisstjóra. Ráðuneyti hennar hefur greitt Einari Huga sem hefur setið í fjölda nefnda fyrir Framsóknarflokkinn á sextándu milljón króna frá því að Lilja varð ráðherra, að sögn RÚV. Vísir/Vilhelm Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar. Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar.
Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42