Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:05 Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu CNN-fréttastöðvarinnar sem hann þreytist ekki á að saka um að flytja „falsfréttir“. Nú vill hann að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem var honum ekki í vil, þrátt fyrir að niðurstöður könnunarinnar væru í takti við aðrar sem voru gerðar um svipað leyti. Vísir/Getty Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07
Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26