Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 07:24 Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur. Vísir/Vilhelm Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira