Börnin sem enginn vill fá heim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 12:54 Aðstæðurnar í fangabúðunum þykja ömurlegar. EPA/AHMED MARDNLI Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi. Sýrland Frakkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi.
Sýrland Frakkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira