Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 20:23 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Jessica Gow/EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira