Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að halda hátæknifyrirtækjum á landinu. Vísir/Vilhelm Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16