Pantaði flug til Íslands hálftíma eftir að kallið kom frá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 16:43 John Lloyd segist vera mikill Íslandsvinur. Hér er hann við einn af uppáhaldsstöðunum sínum á Ísland, skammt frá Þjóðvegi 1 við Hveragerði. John lloyd John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira