Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 12:08 Allt útlit er fyrir að Tom Cruise geti farið til geimstöðvarinnar, vilji hann það. AP/Mark Schiefelbein Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira