Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 14:43 Fjórar raðir taka á móti farþegum í skimunarrými Keflavíkurflugvallar við komun til landsins frá og með 15. júní samkvæmt tillögum Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira