Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 14:43 Fjórar raðir taka á móti farþegum í skimunarrými Keflavíkurflugvallar við komun til landsins frá og með 15. júní samkvæmt tillögum Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira