Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2020 13:24 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands telja að ferðagjöf stjórnvalda og hvatningarátak muni hafa afar jákvæð áhrif á ferðamennsku innanlands. Vísir/Egill Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35
Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40