Allt klárt fyrir tímamótageimskot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 10:45 Crew Dragon á skotpalli í Flórída. Vísir/SpaceX Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020 Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020
Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira