„Það smellir enginn fingri til að redda fullt af störfum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:15 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, gagnrýndi að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum væru sakaðir um áhugaleysi á framkvæmdum við Helguvík. Vísir/Vilhelm „Þegar um varnar- og öryggismál er að ræða þá ber að taka þau til umfjöllunar í ríkisstjórn Íslands, í þjóðaröryggisráði og hér í Alþingi og í utanríkismálanefnd. Við vitum að það smellir enginn fingri til að redda fullt af störfum, redda einhverjum milljörðum frá NATO vegna þess að ástandið þar er ekki gott um þessar mundir,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2025. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér finnst ekki smekklegt og ég tek undir með þeim sem sagt hafa það í dag, mér finnst ekki smekklegt og ekki rétt að blanda þessu saman,“ bætti Silja við. Hún benti jafnframt á að utanríkisstefna Íslands sé skýr og enn sé vilji til að vera áfram aðilar að varnarsamstarfi við NATO og önnur vestræn ríki. „Mér finnst rétt til að byrja með að taka þessa umræðu upp í þjóðaröryggisráði og taka þessa uppbyggingu inn í áhættumatið sem verið er að vinna núna. Mér finnst ósanngjarnt þegar ákveðnir þingmenn fara um og saka sveitarstjórnir á Suðurnesjum um áhugaleysi á framkvæmdum við Helguvík og á svæði NATO,“ sagði Silja. „Um er að ræða viðhald á mannvirkjum sem þarf að fara í, það er ekkert áhugaleysi þar að finna það veit ég en sveitarstjórnir þær taka ekki ákvarðanir í utanríkis- og varnarmálum Íslands. Það er alveg ljóst.“ Fjöldi þingmanna gagnrýndi tillögu utanríkisráðherra og gagnrýndi meðal annarra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það að ekki hafi borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, sagði umræðuna varpa ljósi á það að nauðsynlegt væri fyrir þjóðaröryggisráð að fjalla um málið. „Þjóðaröryggisráð leggur mat á ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum stuðlar að hlutlægri og málefnalegri umfjöllun um þjóðaröryggismál, á að efla upplýsingagjöf og vinna með áhættuvísa.“ „Utanríkisráðherrann hæstvirtur hefur ekki svo ég viti óskað eftir umræðu um þetta mál í þjóðaröryggisráði. Nauðsynlegt virðist á þessari umræðu að það þurfi að taka umræðuna upp í ráðinu og rýna gögn ef einhver eru yfir höfuð,“ bætti Oddný við. Hún sagði það sannarlega mikilvægt að unnið væri gegn atvinnuleysi á Suðurnesjum og benti hún á að sveitarstjórnarmenn hafi bent á ýmsar framkvæmdir sem ráðast mætti í strax. „Framkvæmdir sem skapa atvinnu og nýtast íbúum vel að þeim loknum.“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Að kalla eftir hernaðaruppbyggingu eingöngu til að vinna gegn atvinnuleysi er fráleitt að mínu mati. Það þarf fleira að koma til. Oft hefur verið talað um Helguvíkurhöfn og stjórnmálamenn lofað fjármunum til hennar sem aldrei hafa komið.“ Guðlaugur Þór sagði ljóst að ræða þyrfti þessi mál betur á Alþingi en hann gagnrýndi þingmenn fyrir það að halda því fram að viðskipti og varnarmál færu ekki saman. „Hvað eru menn að vísa í þegar þeir segja að viðskipti og varnarmál fari ekki saman? Ég held að allir séu sammála því í prinsippinu en eigum við aðeins að fara yfir það hvernig við erum að nýta þau varnarmannvirki sem hér eru? Hver heldurðu að hafi byggt flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli? Hvað með ratsjárkerfið? Hvað með ljósleiðarann? Hvað með höfnina í Helguvík? Það er lítið um svör þegar ég lít hér yfir þingheim. Vegna þess að þetta er allt saman nýtt meira og minna í borgaralegum tilgangi og hefur alltaf verið. Alþingi Varnarmál NATO Suðurnesjabær Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. 19. maí 2020 17:16 Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. 14. maí 2020 13:19 Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Utanríkisráðherra segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
„Þegar um varnar- og öryggismál er að ræða þá ber að taka þau til umfjöllunar í ríkisstjórn Íslands, í þjóðaröryggisráði og hér í Alþingi og í utanríkismálanefnd. Við vitum að það smellir enginn fingri til að redda fullt af störfum, redda einhverjum milljörðum frá NATO vegna þess að ástandið þar er ekki gott um þessar mundir,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2025. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér finnst ekki smekklegt og ég tek undir með þeim sem sagt hafa það í dag, mér finnst ekki smekklegt og ekki rétt að blanda þessu saman,“ bætti Silja við. Hún benti jafnframt á að utanríkisstefna Íslands sé skýr og enn sé vilji til að vera áfram aðilar að varnarsamstarfi við NATO og önnur vestræn ríki. „Mér finnst rétt til að byrja með að taka þessa umræðu upp í þjóðaröryggisráði og taka þessa uppbyggingu inn í áhættumatið sem verið er að vinna núna. Mér finnst ósanngjarnt þegar ákveðnir þingmenn fara um og saka sveitarstjórnir á Suðurnesjum um áhugaleysi á framkvæmdum við Helguvík og á svæði NATO,“ sagði Silja. „Um er að ræða viðhald á mannvirkjum sem þarf að fara í, það er ekkert áhugaleysi þar að finna það veit ég en sveitarstjórnir þær taka ekki ákvarðanir í utanríkis- og varnarmálum Íslands. Það er alveg ljóst.“ Fjöldi þingmanna gagnrýndi tillögu utanríkisráðherra og gagnrýndi meðal annarra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það að ekki hafi borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og fulltrúi í þjóðaröryggisráði, sagði umræðuna varpa ljósi á það að nauðsynlegt væri fyrir þjóðaröryggisráð að fjalla um málið. „Þjóðaröryggisráð leggur mat á ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum stuðlar að hlutlægri og málefnalegri umfjöllun um þjóðaröryggismál, á að efla upplýsingagjöf og vinna með áhættuvísa.“ „Utanríkisráðherrann hæstvirtur hefur ekki svo ég viti óskað eftir umræðu um þetta mál í þjóðaröryggisráði. Nauðsynlegt virðist á þessari umræðu að það þurfi að taka umræðuna upp í ráðinu og rýna gögn ef einhver eru yfir höfuð,“ bætti Oddný við. Hún sagði það sannarlega mikilvægt að unnið væri gegn atvinnuleysi á Suðurnesjum og benti hún á að sveitarstjórnarmenn hafi bent á ýmsar framkvæmdir sem ráðast mætti í strax. „Framkvæmdir sem skapa atvinnu og nýtast íbúum vel að þeim loknum.“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Að kalla eftir hernaðaruppbyggingu eingöngu til að vinna gegn atvinnuleysi er fráleitt að mínu mati. Það þarf fleira að koma til. Oft hefur verið talað um Helguvíkurhöfn og stjórnmálamenn lofað fjármunum til hennar sem aldrei hafa komið.“ Guðlaugur Þór sagði ljóst að ræða þyrfti þessi mál betur á Alþingi en hann gagnrýndi þingmenn fyrir það að halda því fram að viðskipti og varnarmál færu ekki saman. „Hvað eru menn að vísa í þegar þeir segja að viðskipti og varnarmál fari ekki saman? Ég held að allir séu sammála því í prinsippinu en eigum við aðeins að fara yfir það hvernig við erum að nýta þau varnarmannvirki sem hér eru? Hver heldurðu að hafi byggt flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli? Hvað með ratsjárkerfið? Hvað með ljósleiðarann? Hvað með höfnina í Helguvík? Það er lítið um svör þegar ég lít hér yfir þingheim. Vegna þess að þetta er allt saman nýtt meira og minna í borgaralegum tilgangi og hefur alltaf verið.
Alþingi Varnarmál NATO Suðurnesjabær Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. 19. maí 2020 17:16 Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. 14. maí 2020 13:19 Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Utanríkisráðherra segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. 19. maí 2020 17:16
Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. 14. maí 2020 13:19
Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Utanríkisráðherra segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. 24. apríl 2020 13:21