Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2020 15:53 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Svíþjóð síðustu vikurnar. AP Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira