Spenntust fyrir brenniboltaleik milli kennara og nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 22:23 Krakkarnir í Dalskóla eru spenntastir fyrir brenniboltaleik milli nemenda og kennara. UMFÍ Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með. Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með.
Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira