Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 22:18 Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna. Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna.
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira