Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 20:21 Bretar eru verulega ósáttir við forsætisráðherrann og ráðgjafa hans. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. Cummings hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að virða ferðabann stjórnvalda að vettugi til þess að koma börnum sínum í pössun. Fjölmargir hafa farið fram á að Cummings segi af sér sem ráðgjafi forsætisráðherra vegna málsins. Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið var fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan sem sagði ólíðandi að yfirvöld settu reglur sem þau færu ekki eftir sjálf. Á upplýsingafundinum í dag sagði Johnson Cummings hafa hagað sér á ábyrgan hátt og gert það sem allir foreldrar hefðu gert í sömu stöðu. Það væri ekkert út á hann að setja, hann hefði þurft að koma börnum sínum í pössun þar sem hann og kona hans töldu sig vera með kórónuveiruna. „Ef við lítum á þann alvarlega vanda sem er vegna skorts á dagvistunarúrræðum fyrir börn, sem blasti við Dominic Cummings og fjölskyldu hans, þá held ég að það sem þau gerðu hafi verið fullkomlega skiljanlegt,“ sagði Johnson og bætti við að Cummings hafi valið það úrræði að leita til foreldra sinna í 400 kílómetra fjarlægð. „Hann fann stað þar sem þörfum barna hans gat best verið sinnt og það fól í sér ferðalög.“ „Skammarlegt, hættulegt og niðurdrepandi“ Ræða Johnson vakti vægast sagt hörð viðbrögð. Á samfélagsmiðlum hafa margir lýst yfir vonbrigðum og reiði vegna hennar og eru hneykslaðir á forsætisráðherranum að verja slíka hegðun þegar almenningur í landinu reyndi eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og hlíta útgöngu- og ferðabanni yfirvalda. Rithöfundurinn J.K. Rowling sagði ræðu Johnson vera fyrirlitlega. Fjölskyldur um allt land hefðu fylgt tilmælum yfirvalda, jafnvel þó það væri erfitt og sumir á meðan þeir voru veikir. Hundruð þúsunda höfðu haldið sig heima með fjölskyldur og börn til þess að hjálpa samfélaginu í heild sinni. Watching Johnson. This is despicable. Parents all over this country have abided by the lockdown rules, even while ill themselves. Hundreds of thousands managed toddlers while shut up inside cramped accommodation, purely for the common good AS THE GOVERNMENT TOLD THEM TO DO.— J.K. Rowling (@jk_rowling) May 24, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Richard Osman var einnig verulega ósáttur við ræðuna. Hann sagði Johnson einfaldlega vera að hafa fólk að fíflum. We're being taken for absolute mugs. Our parents, our kids, our carers, our health workers, every one of us. It's such a sad day.— Richard Osman (@richardosman) May 24, 2020 Blaðamaðurinn Philip Collins sagðist vera að upplifa það í fyrsta sinn að bera enga virðingu fyrir forsætisráðherra landsins. Það hefðu verið forsætisráðherrar sem honum mislíkaði, en aldrei fyrr hefði hann upplifað það að virðingin væri engin. I have disliked Prime Ministers before. There have been some I have not thought to be very good. But never before has there been a Prime Minister for whom I have no respect at all.— Philip Collins (@PCollinsTimes) May 24, 2020 Þá gaf fólk lítið fyrir þá afsökun að Cummings hefði þurft pössun fyrir börn sín. Viðbrögð netverja voru flest á þann veg að það hafi komið á óvart að sjá Johnson verja ráðgjafa sinn með þessum hætti, enda hefur Bretland farið einna verst landa út úr kórónuveirufaraldrinum í Evrópu. “He followed the instincts of every father and every parent”.You foul and disgusting piece of work, Prime Minister.— The Secret Barrister (@BarristerSecret) May 24, 2020 He. Didn't. Get. Any. Childcare.— James O'Brien (@mrjamesob) May 24, 2020 Shameful, dangerous, and depressing.— Nigella Lawson (@Nigella_Lawson) May 24, 2020 People. Couldn't. Hold. Their. Dying. Children.— Sathnam Sanghera (@Sathnam) May 24, 2020 All of you lot who stayed at home? Bad parents. Mugs. Apparently.— Tim Montgomerie (@montie) May 24, 2020 That’s it Boris Johnson. You’re done.— Emma Kennedy (@EmmaKennedy) May 24, 2020 Nice to have the worst father ever tell us what a good father would do.— David Baddiel (@Baddiel) May 24, 2020 To the man who’s wife I buried, who wasn’t allowed to hug your daughter at her mum’s funeral.To the mum who had to FaceTime to see her daughter’s coffin.To the son, who wanted to shake my hand but didn’t, after you said goodbye to your mum.I’m sorry.— Kate Bottley (@revkatebottley) May 24, 2020 I’m embarrassed beyond belief at this Downing St press conference. Johnson is blustering - not answering questions, not taking follow ups. He flustered because he’s trying to defend the indefensible. He’s a disgrace.— Anna Soubry (@Anna_Soubry) May 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. Cummings hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að virða ferðabann stjórnvalda að vettugi til þess að koma börnum sínum í pössun. Fjölmargir hafa farið fram á að Cummings segi af sér sem ráðgjafi forsætisráðherra vegna málsins. Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið var fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan sem sagði ólíðandi að yfirvöld settu reglur sem þau færu ekki eftir sjálf. Á upplýsingafundinum í dag sagði Johnson Cummings hafa hagað sér á ábyrgan hátt og gert það sem allir foreldrar hefðu gert í sömu stöðu. Það væri ekkert út á hann að setja, hann hefði þurft að koma börnum sínum í pössun þar sem hann og kona hans töldu sig vera með kórónuveiruna. „Ef við lítum á þann alvarlega vanda sem er vegna skorts á dagvistunarúrræðum fyrir börn, sem blasti við Dominic Cummings og fjölskyldu hans, þá held ég að það sem þau gerðu hafi verið fullkomlega skiljanlegt,“ sagði Johnson og bætti við að Cummings hafi valið það úrræði að leita til foreldra sinna í 400 kílómetra fjarlægð. „Hann fann stað þar sem þörfum barna hans gat best verið sinnt og það fól í sér ferðalög.“ „Skammarlegt, hættulegt og niðurdrepandi“ Ræða Johnson vakti vægast sagt hörð viðbrögð. Á samfélagsmiðlum hafa margir lýst yfir vonbrigðum og reiði vegna hennar og eru hneykslaðir á forsætisráðherranum að verja slíka hegðun þegar almenningur í landinu reyndi eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og hlíta útgöngu- og ferðabanni yfirvalda. Rithöfundurinn J.K. Rowling sagði ræðu Johnson vera fyrirlitlega. Fjölskyldur um allt land hefðu fylgt tilmælum yfirvalda, jafnvel þó það væri erfitt og sumir á meðan þeir voru veikir. Hundruð þúsunda höfðu haldið sig heima með fjölskyldur og börn til þess að hjálpa samfélaginu í heild sinni. Watching Johnson. This is despicable. Parents all over this country have abided by the lockdown rules, even while ill themselves. Hundreds of thousands managed toddlers while shut up inside cramped accommodation, purely for the common good AS THE GOVERNMENT TOLD THEM TO DO.— J.K. Rowling (@jk_rowling) May 24, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Richard Osman var einnig verulega ósáttur við ræðuna. Hann sagði Johnson einfaldlega vera að hafa fólk að fíflum. We're being taken for absolute mugs. Our parents, our kids, our carers, our health workers, every one of us. It's such a sad day.— Richard Osman (@richardosman) May 24, 2020 Blaðamaðurinn Philip Collins sagðist vera að upplifa það í fyrsta sinn að bera enga virðingu fyrir forsætisráðherra landsins. Það hefðu verið forsætisráðherrar sem honum mislíkaði, en aldrei fyrr hefði hann upplifað það að virðingin væri engin. I have disliked Prime Ministers before. There have been some I have not thought to be very good. But never before has there been a Prime Minister for whom I have no respect at all.— Philip Collins (@PCollinsTimes) May 24, 2020 Þá gaf fólk lítið fyrir þá afsökun að Cummings hefði þurft pössun fyrir börn sín. Viðbrögð netverja voru flest á þann veg að það hafi komið á óvart að sjá Johnson verja ráðgjafa sinn með þessum hætti, enda hefur Bretland farið einna verst landa út úr kórónuveirufaraldrinum í Evrópu. “He followed the instincts of every father and every parent”.You foul and disgusting piece of work, Prime Minister.— The Secret Barrister (@BarristerSecret) May 24, 2020 He. Didn't. Get. Any. Childcare.— James O'Brien (@mrjamesob) May 24, 2020 Shameful, dangerous, and depressing.— Nigella Lawson (@Nigella_Lawson) May 24, 2020 People. Couldn't. Hold. Their. Dying. Children.— Sathnam Sanghera (@Sathnam) May 24, 2020 All of you lot who stayed at home? Bad parents. Mugs. Apparently.— Tim Montgomerie (@montie) May 24, 2020 That’s it Boris Johnson. You’re done.— Emma Kennedy (@EmmaKennedy) May 24, 2020 Nice to have the worst father ever tell us what a good father would do.— David Baddiel (@Baddiel) May 24, 2020 To the man who’s wife I buried, who wasn’t allowed to hug your daughter at her mum’s funeral.To the mum who had to FaceTime to see her daughter’s coffin.To the son, who wanted to shake my hand but didn’t, after you said goodbye to your mum.I’m sorry.— Kate Bottley (@revkatebottley) May 24, 2020 I’m embarrassed beyond belief at this Downing St press conference. Johnson is blustering - not answering questions, not taking follow ups. He flustered because he’s trying to defend the indefensible. He’s a disgrace.— Anna Soubry (@Anna_Soubry) May 24, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59
Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41