Biður umboðsmann barna um aðstoð vegna myglueinkenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 20:57 Þórdís Katla Einarsdóttir er ellefu ára nemandi í Fossvogsskóla. Hún ætlar að senda umboðsmanni barna bréf á morgun og óska eftir aðstoð vegna myglueinkenna í skólanum. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23