Krónan standi ansi sterk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 20:00 Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson kynntu vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“ Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“
Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira