Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta í morgun. Vísir/Vilhelm Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun
Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira